Á makrílnum skuluð þið þekkja þá Atli Hermannsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar