Matur

Svona gerirðu betri súkkulaðismákökur

Rikka skrifar
visir/getty

Það er ekkert mál að skella í eina sort af góðum súkkulaðismákökum sem takast vel en það er alltaf hægt að gera meira og betur, ná hinni fullkomnu súkkulaðismáköku. Margir eyða miklum tíma í þetta göfuga markmið. Viltu hafa hana mjúka, stökka, dökka eða ljósa? Þetta er allt svo sem smekksatriði. Við á Matarvísi erum búin að taka saman það sem þarf að hafa í huga þegar hin fullkomna súkkulaðibitakaka er búin til.

Brúnaðu smjörið

Settu smjör og sykur saman á pönnu eða í pott og bræddu. Brúnaðu smjörið örlítið og kældu áður en þú blandar því saman við deigið. Með þessu færðu ómótstæðilegan hnetu- og karamellukeim í kökurnar.

Kaffi er málið

Settu 1–2 teskeiðar af skyndikaffi með þurrefnunum þegar þú hrærir deigið saman. Kaffið gefur ótrúlega góðan keim.

Saxaðu

Það er stór munur á því að nota súkkulaðidropa og saxa súkkulaðið sitt sjálfur. Það er eitthvað svo spennandi að bíta í misstóra súkkulaðibita í kökunni.

Salt

Prófaðu að strá smá sjávarsalti yfir kökurnar áður en að þær fara í ofninn. Saltið rífur upp súkkulaðibragðið og gerir þær algjörlega einstakar.

Dýfðu

Súkkulaðihúðaðar súkkulaðismákökur, þarf að segja meira? Dýfðu helmingnum af bakaðri smáköku í bráðið súkkulaði? ertu komin með vatn í munninn?


Tengdar fréttir

Eitt deig – þrenns konar smákökur

Pétur Sigurbjörn Pétursson, bakari hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri, segir að það sé leikur einn að gera nokkrar tegundir af smákökum úr einu grunndeigi. Hér sýnir hann þrjár spennandi útgáfur úr sama deiginu.

M&M-smákökur

Uppskrift. Tilvaldar í jólabaksturinn.

Rolo-smákökur

Uppskrift. Þessar bráðna í munni!








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.