Komdu og sjáðu Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun