Nú hefur hún sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið I Really Like You og er leikarinn Tom Hanks í einu hlutverkanna í myndbandi við lagið en Jepsen sagði í viðtali við People Magazine á dögunum að það hefði verið frábært að leikstýra Hanks.
Söngkonan sagði að hún hefði ekki hræðst að leikstýra Hanks þrátt fyrir gríðarmikla reynslu leikarans sem leikið hefur í fjölmörgum kvikmyndum á ferlinum og meðal annars unnið til Óskarsverðlauna.
Jespen er oft á tíðum borin saman við söngkonuna Carly Simon og segir það mikið hrós, í viðtalinu við People sagðist hún hafa spjallað við Simon nokkrum sinnum símleiðis og það gæti vel verið að þær væru að plana eitthvað óvænt fyrir aðdáendur seinna á árinu.
Hér má sjá myndbandið við I Really Like You: