Siggi Sæm fararstjóri á HM í Herning 19. maí 2015 10:00 Íslenska landsliðið í hestaíþróttum er iðulega sigursælt á heimsmeistaramótum. Mynd/Landssamband hestamannafélaga Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur, verður fararstjóri í skemmtilegri ferð Úrval Útsýn á HM í hestaíþróttum í Danmörku. Ferðin er sérsniðin að hestamönnum en heimsóttur verður hestabúgarður auk þess sem Siggi Sæm segir sögur og spáir í spilin. „Fyrsta heimsmeistaramótið sem ég fór á var í St Moritz árið 1972. Síðan þá hef ég farið á öll heimsmeistarmót, oftast sem liðsstjóri eða keppandi,“ segir Sigurður Sæmundsson sem ávallt er kallaður Siggi Sæm. Siggi er löngu orðinn þjóðþekktur hestamaður, jafnvel heimsþekktur í heimi íslenska hestsins. Í fjölda ára var hann svokallaður einvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum en einvaldur er liðsstjóri sem velur hluta keppenda í liðið og heldur utan um hópinn þegar komið er á mótið.Sigurður SæmundssonMynd/Landssamband hestamannafélagaHeimsókn á Íslandshestabúgarð Í ár verður Siggi í öðru hlutverki þegar hann gerist fararstjóri í ferð Úrval Útsýn á heimsmeistarmótið sem haldið verður í Herning í Danmörku, 3.-10. ágúst. „Okkur datt í hug að gaman væri að fara með hestatengdan hóp í sérsniðna ferð á mótið,“ segir Siggi en lagt verður í hann 2. ágúst og flogið til Hamborgar. „Þar heimsækjum við Vindhóla, flottan Íslandshestabúgarð Einars Hermannssonar og konu hans, rétt fyrir utan borgina. Einar er góður knapi, ættaður úr Skagafirði, og við fáum að skoða alla króka og kima hjá honum,“ lýsir Siggi en að kvöldi fyrsta dagsins verður gist á sveitahóteli í Schleswig. Næsta dag verður haldið til Herning, með viðkomu í víkingasafninu Viking Museum Haithabu. Síðan gistir hópurinn á Scandic Regina hótelinu meðan á mótinu stendur en hótelið er það nálægt mótssvæðinu að möguleiki er á að ganga eða hjóla á svæðið.Spáð í spilin „Mig langaði að leyfa fólkinu í ferðinni að fylgjast dálítið betur með en gengur og gerist hjá venjulegum gestum mótsins,“ segir Siggi en hugmyndin er að hópurinn setjist niður á kvöldin og fari yfir stöðuna, hvað sé framundan á keppnisvellinum og hvað geti gerst. „Svo væri gaman að fá til okkar liðsstjóra íslenska liðsins sem gæti veitt okkur innsýn inn í það sem hann og keppendurnir eru að hugsa. Hann gæti sagt okkur af hverju vissar ákvarðanir hafi verið teknar og spjallað um gang mála,“ segir Siggi og er viss um að þessu ættu allir hestamenn að hafa gaman af. Mótinu geta ferðalangarnir svo fylgst með úr góðum stúkusætum sem búið er að taka frá fyrir þá.Ólýsanleg tilfinning er að sitja meðal áhorfenda á HM í hestaíþróttum og hvetja áfram glæsilega knapa.Mynd/Landssamband hestamannafélagaFrábært mótssvæði Heimsmeistaramótið í ár er haldið í Herning í Danmörku. Herning er miðsvæðis á Jótlandi, um það bil 300 km frá Kaupmannahöfn og 60 km frá Billund. Mótið er haldið á Landsskuepladsen sem er sérlega gott svæði með tilliti til allrar aöstöðu fyrir hesta og menn. Siggi þekkir vel til enda var hann liðsstjóri landsliðsins þegar HM var haldið í Herning fyrir nokkrum árum. „Svæðið er mjög gott, þar eru hesthús fyrir alla keppnishesta, þar eru flottir keppnis- og sýningarvellir og góð áhorfendasvæði. Síðan kunna Danir að blanda saman skipulagninu og gleði og því allar líkur á að mótið verður skemmtilegt,“ segir hann glaðlega.Sögur og gleði Siggi Sæm er þekktur fyrir gott skap og frásagnargleði. Ferðalangar munu ekki fara varhluta af þeirri smitandi gleði sem einkennir hans viðmót. Þegar Siggi er inntur eftir því hvort hann verði með einhverjar sögur á takteinunum er hann fljótur til svars: „Það er til alveg hellingur af sögum, bæði í kringum heimsmeistaramótin og hestamennskuna, efni í heila bók. Það er svo margt sem gerist í kringum þessi mót sem hinn almenni hestamaður hefur aldrei heyrt um. Ég mun segja einhverjar sögur og dreg ekkert undan. Og ef sagan er betri með smá kryddi, þá verður hún sögð þannig,“ segir hann og skellihlær.Nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér eða í símum 585-4102/ 585-4002 Hestar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur, verður fararstjóri í skemmtilegri ferð Úrval Útsýn á HM í hestaíþróttum í Danmörku. Ferðin er sérsniðin að hestamönnum en heimsóttur verður hestabúgarður auk þess sem Siggi Sæm segir sögur og spáir í spilin. „Fyrsta heimsmeistaramótið sem ég fór á var í St Moritz árið 1972. Síðan þá hef ég farið á öll heimsmeistarmót, oftast sem liðsstjóri eða keppandi,“ segir Sigurður Sæmundsson sem ávallt er kallaður Siggi Sæm. Siggi er löngu orðinn þjóðþekktur hestamaður, jafnvel heimsþekktur í heimi íslenska hestsins. Í fjölda ára var hann svokallaður einvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum en einvaldur er liðsstjóri sem velur hluta keppenda í liðið og heldur utan um hópinn þegar komið er á mótið.Sigurður SæmundssonMynd/Landssamband hestamannafélagaHeimsókn á Íslandshestabúgarð Í ár verður Siggi í öðru hlutverki þegar hann gerist fararstjóri í ferð Úrval Útsýn á heimsmeistarmótið sem haldið verður í Herning í Danmörku, 3.-10. ágúst. „Okkur datt í hug að gaman væri að fara með hestatengdan hóp í sérsniðna ferð á mótið,“ segir Siggi en lagt verður í hann 2. ágúst og flogið til Hamborgar. „Þar heimsækjum við Vindhóla, flottan Íslandshestabúgarð Einars Hermannssonar og konu hans, rétt fyrir utan borgina. Einar er góður knapi, ættaður úr Skagafirði, og við fáum að skoða alla króka og kima hjá honum,“ lýsir Siggi en að kvöldi fyrsta dagsins verður gist á sveitahóteli í Schleswig. Næsta dag verður haldið til Herning, með viðkomu í víkingasafninu Viking Museum Haithabu. Síðan gistir hópurinn á Scandic Regina hótelinu meðan á mótinu stendur en hótelið er það nálægt mótssvæðinu að möguleiki er á að ganga eða hjóla á svæðið.Spáð í spilin „Mig langaði að leyfa fólkinu í ferðinni að fylgjast dálítið betur með en gengur og gerist hjá venjulegum gestum mótsins,“ segir Siggi en hugmyndin er að hópurinn setjist niður á kvöldin og fari yfir stöðuna, hvað sé framundan á keppnisvellinum og hvað geti gerst. „Svo væri gaman að fá til okkar liðsstjóra íslenska liðsins sem gæti veitt okkur innsýn inn í það sem hann og keppendurnir eru að hugsa. Hann gæti sagt okkur af hverju vissar ákvarðanir hafi verið teknar og spjallað um gang mála,“ segir Siggi og er viss um að þessu ættu allir hestamenn að hafa gaman af. Mótinu geta ferðalangarnir svo fylgst með úr góðum stúkusætum sem búið er að taka frá fyrir þá.Ólýsanleg tilfinning er að sitja meðal áhorfenda á HM í hestaíþróttum og hvetja áfram glæsilega knapa.Mynd/Landssamband hestamannafélagaFrábært mótssvæði Heimsmeistaramótið í ár er haldið í Herning í Danmörku. Herning er miðsvæðis á Jótlandi, um það bil 300 km frá Kaupmannahöfn og 60 km frá Billund. Mótið er haldið á Landsskuepladsen sem er sérlega gott svæði með tilliti til allrar aöstöðu fyrir hesta og menn. Siggi þekkir vel til enda var hann liðsstjóri landsliðsins þegar HM var haldið í Herning fyrir nokkrum árum. „Svæðið er mjög gott, þar eru hesthús fyrir alla keppnishesta, þar eru flottir keppnis- og sýningarvellir og góð áhorfendasvæði. Síðan kunna Danir að blanda saman skipulagninu og gleði og því allar líkur á að mótið verður skemmtilegt,“ segir hann glaðlega.Sögur og gleði Siggi Sæm er þekktur fyrir gott skap og frásagnargleði. Ferðalangar munu ekki fara varhluta af þeirri smitandi gleði sem einkennir hans viðmót. Þegar Siggi er inntur eftir því hvort hann verði með einhverjar sögur á takteinunum er hann fljótur til svars: „Það er til alveg hellingur af sögum, bæði í kringum heimsmeistaramótin og hestamennskuna, efni í heila bók. Það er svo margt sem gerist í kringum þessi mót sem hinn almenni hestamaður hefur aldrei heyrt um. Ég mun segja einhverjar sögur og dreg ekkert undan. Og ef sagan er betri með smá kryddi, þá verður hún sögð þannig,“ segir hann og skellihlær.Nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér eða í símum 585-4102/ 585-4002
Hestar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira