Þjóðareign eða ekki.is Lýður Árnason skrifar 21. maí 2015 07:00 Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun