Frelsi til tjáningar á Feneyjatvíæringnum Njörður Sigurjónsson og Guðni Tómasson skrifar 30. maí 2015 07:00 Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma. Það þýðir ekki að listamaðurinn þurfi að hafa vegabréf frá því landi sem hann er fulltrúi fyrir en áhugaverð þróun hefur einmitt átt sér stað á síðustu áratugum þar sem þjóðir hafa einmitt valið listamenn frá öðrum stöðum og svæðum og grafið þannig undan hugmyndinni um ætlað þjóðerni listarinnar. Nú bregður svo við að framlagi Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins, sem er innsetning listamannsins Christophs Büchel í kyrfilega „afhelguðu“ húsi í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum, hefur verið lokað. Ástæða lokunarinnar virðist vera hrein og bein ritskoðun en verkið rímar illa við kreddur stjórnmálamanna og skriffinna í Feneyjum. Listaverkið, sem er moska, hefur vakið mikla jákvæða athygli í erlendum fjölmiðlum, og hafa einhverjir þekktustu listgagnrýnendur heims hlaðið það lofi. Verkið vekur upp spurningar um samskipti menningarheima og hver er velkominn hvar. Athyglin sem það hefur vakið, og öfgafull viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum, undirstrika mikilvægi verksins – að það sé sýnt og um það sé talað. Þessi meinlausa innsetning er nefnilega listaverk í öllum venjulegum skilningi þess orðs og eins hefðbundið og þau gerast í samtímanum. Láti í sér heyra Í ljósi atburða er einkar mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti í sér heyra og vinni að því að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verði opið almenningi. Íslensk stjórnvöld verða að standa með rétti listamannsins til þess að tjá sig. Hvar eru einnig samtök myndlistarmanna og fjölmiðlamanna sem stundum standa svo einarðlega með málfrelsinu? Má ekki spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig ólíkir menningarheimar takast á í samtímanum og benda á það hvernig hægt er að auka skilning og samhygð milli manna? Látum það ekki spyrjast út að við látum slíkt óréttlæti og forneskjulegt afturhald yfir okkur ganga. Verjum tjáningarfrelsi listamanna og Moskuna í Feneyjum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun