Ekki ráðist að rótum vandans Skjóðan skrifar 3. júní 2015 12:00 Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf