Útlendingaspilinu leikið út Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. júní 2015 08:00 Fyrir fjórum árum tók Thorning-Schmidt við forsætisráðherraembættinu af Rasmussen. Hann vonast nú til þess að hafa hlutverkaskipti aftur. VÍSIR/EPA Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira