Fagna hundrað ára kosningaafmæli danskra og íslenskra kvenna í dag Guðrún Ansnes skrifar 12. júní 2015 12:00 Allir eru velkomnir í Norræna húsið klukkan 17.00 í dag Vísir/GVA Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar. Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og sömuleiðis í Danmörku. Af því tilefni ætla konur og karlar að fagna saman með sérlegum fundi í Norræna húsinu í dag. „Þarna verður farið yfir söguna, og fagbundin umfjöllun í bland við umræður verður í hávegum höfð,“ segir Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri, en hún gegnir hlutverki fundarstjóra. Munu Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, danskur rithöfundur, og Gerður Kristný Guðjónsdóttir flytja erindi, sem svo verður fylgt eftir með umræðum. „Það verður gaman að heyra muninn á dönsku samfélagi og íslensku, en Skov er til dæmis þekkt í Danmörku fyrir að vera beitt í ádeilu sinni á samfélagið og er mikill þjóðfélagsrýnir,“ útskýrir Charlotte, sem sjálf er dönsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fjöldamörg ár. „Að loknum erindum verða umræður í um þrjátíu mínútur, þar sem ég opna fyrir umræðuna og ætla að spyrja meðal annars út í þá staðreynd að stúlkur séu oftar en ekki með háar einkunnir í skóla, iðulega dúxar, og hvernig það skilar sér til dæmis í hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum, hvernig komið er fram við kvenlíkamann og fleira sem brýnt er í femínískri umræðu í dag,“ segir Charlotte. Segir Charlotte mikið hægt að segja til um samfélag þar sem konur geta grínast og skotið á sjálfar sig og karlana. Það sé góðs viti. „Þó svo að launin skipti miklu máli þá verðum við líka að horfa á kjarnann, húmorinn, líkamann og menntunina,“ segir hún að lokum. Er fundurinn samstarfsverkefni upplýsingaskrifstofunnar Norðurlönd í fókus, danska sendiráðsins á Íslandi og Reykjavíkurborgar.
Menning Tengdar fréttir Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ísland í dag: Óvinsælir femínistar Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi? 9. júní 2015 14:08
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið