Nú er Seðlabankanum að mæta! Skjóðan skrifar 17. júní 2015 08:00 Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Metfjöldi farþega í mars Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira