Hvar er samkenndin? Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2015 07:00 Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun