Svona gæti Borgarlínan litið út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:00 Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. „Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt) Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
„Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt)
Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira