Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærkvöldi. nordicphotos/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu. Grikkland Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu.
Grikkland Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira