Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Skjóðan skrifar 22. júlí 2015 10:00 Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf