Hver verður skilinn eftir heima? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Anton Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira