Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2016 16:00 Weinhold reynir hér að brjóta sér leið í gegnum íslensku vörnina. Vísir/Getty Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira