
ekkirusl.is
Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal.
Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta
Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast.
Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest.
Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn.
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun.
Framtíðin
Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári.
Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust.
Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða.
Um val og skyldur
Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir.
Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld.
Skoðun

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar