Falinn fjársjóður Ívar Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun