Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:36 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45