Íslenska karlalandsliðið í handbolta er níu mörkum undir, 19-10, gegn Króatíu í hálfleik á EM 2016 í handbolta. Fylgjast má með gangi leiksins hér.
Leikurinn er upp á allt eða ekkert hjá strákunum okkar, en ef þeir fá ekki stig fara þeir heim á morgun.
Íslenska liðið hefur sjaldan ef aldrei spilað verr en í þessum fyrri hálfleik, en staðan eftir fimmtán mínútur var 13-3 fyrir Króatíu.
Íslenska þjóðin hefur haft margt að segja um frammistöðu strákanna sinna í þessum fyrri hálfleik og má sjá brot af umræðunni á Twitter hér að neðan.
Nú er bara vonandi að okkar menn komi sterkir til baka í seinni hálfleik.
Handbolti