Renault ætlar að breyta 700.000 bílum til að minnka mengun þeirra Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 14:50 Renault Captur Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent
Renault er á hálum ís vegna miklu meiri NOx-mengunar bíla þeirra en uppgefið er. Þeim hefur verið gert að innkalla 15.000 Renault Captur bíla en að auki ætlar Renault að bjóða eigendum 700.000 dísilbíla að breyta hugbúnaði í þeim sem minnkar NOx-útblástur þeirra. Það segja sumir að bendi reyndar til þess að bílar Renault hafi getað mengað minna með annarsskonar hugbúnaðarstýringu og því séu aðferðir Renault ekki svo frábrugnar dísilvélasvindli Volkswagen. Þessir 700.000 bílar Renault eru allir með dísilvélar sem eiga að uppfylla Euro 6 staðalinn, en samkvæmt mælingum óháðra aðila er langt í frá að þær geri það. Þýsku umhverfisverndarsamtökin DUH hafa sagt að við mælingar á þeirra eigin vegum hafi Renault Espace mengað 25 sinnum meira en uppgefið er hjá framleiðanda og hafa því bent á að eitthvað óhreint mjöl sé í pokahorninu, þennan mun sé ekki hægt að útskýra með löglegum hætti.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent