Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 12:37 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira