Guðjón Valur: Vil spila leiki sem eru upp á meira en kók og prins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn er vel stemmdur og klár í risaleikinn gegn Króatíu í kvöld. „Ég veit ég auglýsti eftir einum allt eða ekkert leik en hann kemur aðeins fyrr en ég átti von á,“ segir Guðjón Valur og brosir. „Þetta er allt eða ekkert. Ég hlakka bara til. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Guðjón Valur þekkir þessa stöðu mætavel enda búinn að vera lengi í bransanum og upplifað ansi margt á löngum, og glæstum, landsliðsferli. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og ég ætla rétt að vona að það hjálpi okkur. Við ætluðum að breyta þessu að fara alltaf Krýsuvíkurleiðina. Tapa leikjum sem við eigum að vinna og vinna leiki sem flestir halda að við töpum. Þetta virðist vera íslenska leiðin. Margir okkar hafa upplifað svona aðstæður," segir Guðjón Valur og rifjar upp ævintýrin á HM 2007 og EM 2010. Króatar eru líka særðir og verða að berjast fyrir lífi sínu. Guðjón býst við átökum. „Ég geri ráð fyrir því. Það verður ekkert gefins hjá Króötunum en vonandi heldur ekki hjá okkur. Það er út af svona leikjum sem maður er að leggja þetta á sig. Að djöflast einn þegar enginn er að horfa. Að fá að spila leiki sem skipta máli og eru upp á eitthvað meira en kók og prins. Það gerir þetta enn skemmtilegra,“ segir Guðjón Valur en hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna „Auðvitað var maður fúll og pirraður eftir tapið. Svo reynir maður að halda áfram. Það er alveg magnað hvað sólin kemur upp næsta dag. Það taka alltaf aðrir leikir við.“ Guðjón ber mikla virðingu fyrir króatíska liðinu enda er það firnasterkt. Það er þó ekki ósigrandi. „Þeir eru mjög hæfileikaríkar en maður hefur séð smá brotalamir hjá þeim. Þeir virðast ekki vera með sömu festu og sjálfsöryggi og þeir hafa verið með síðustu árin. Það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur en þetta er ekki lið sem er hægt að vanmeta á nokkurn hátt.“ Sjá má viðtalið við Guðjón í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Strákarnir bættu eigið markamet á EM 77 mörk voru skoruð í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær sem er met á EM í handbolta. 18. janúar 2016 10:00
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15