Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 11:19 Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. Vísir/Valli Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma. Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma.
Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11