Peterhansel vann Dakar í tólfta sinn Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 10:07 Peterhansel á Peugoet bíl sínum í keppninni. Hinni erfiðu þolaksturskeppni Dakar Rally lauk í gær með sigri Stephane Peterhansel á Peugeot bíl og var þetta í tólfta sinn sem hann fer með sigur af hólmi í keppninni. Peterhansel gat leyft sér á lokadeginum að aka fremur varlega og tryggja það aðeins að bíll hans skilaði sér í mark. Hann tapaði þónokkrum tíma á Nasser Al-Attiyah sem var í öðru sæti fyrir lokadaginn, en það gerði lítið til og vann Peterhansel á endanum með um eins og hálfs klukkustundar forskoti á Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Það var reyndar hvorugur þeirra sem fór með sigur af hólmi á lokadegi rallsins í gær því það gerði Sebastian Loeb og það var fjórði dagssigur hans í keppninni að þessu sinni. Sigur Loeb kom honum þó ekki ofar í heildarkeppninni en 9. sæti, en Loeb leiddi keppnina í nokkra daga áður en óhöpp töfðu för hans svo mikið að hann féll af lista 10 efstu manna. Þriðja sætinu í ár náði Giniel de Villiers á Toyota bíl og í því fjórða var Finninn Mikko Hirvonen á Mini bíl. Það voru eingöngu bílar frá Peugeot, Mini og Toyota sem einokuðu lista 10 efstu bíla og átti Peugeot 3 af þeim, Mini 4 og Toyota 3. Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent
Hinni erfiðu þolaksturskeppni Dakar Rally lauk í gær með sigri Stephane Peterhansel á Peugeot bíl og var þetta í tólfta sinn sem hann fer með sigur af hólmi í keppninni. Peterhansel gat leyft sér á lokadeginum að aka fremur varlega og tryggja það aðeins að bíll hans skilaði sér í mark. Hann tapaði þónokkrum tíma á Nasser Al-Attiyah sem var í öðru sæti fyrir lokadaginn, en það gerði lítið til og vann Peterhansel á endanum með um eins og hálfs klukkustundar forskoti á Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Það var reyndar hvorugur þeirra sem fór með sigur af hólmi á lokadegi rallsins í gær því það gerði Sebastian Loeb og það var fjórði dagssigur hans í keppninni að þessu sinni. Sigur Loeb kom honum þó ekki ofar í heildarkeppninni en 9. sæti, en Loeb leiddi keppnina í nokkra daga áður en óhöpp töfðu för hans svo mikið að hann féll af lista 10 efstu manna. Þriðja sætinu í ár náði Giniel de Villiers á Toyota bíl og í því fjórða var Finninn Mikko Hirvonen á Mini bíl. Það voru eingöngu bílar frá Peugeot, Mini og Toyota sem einokuðu lista 10 efstu bíla og átti Peugeot 3 af þeim, Mini 4 og Toyota 3.
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent