Norðmenn unnu magnaðan sigur á Króötum, 34-31, á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Póllandi. Þetta þýðir að öll liðin í riðlinu sem við Íslendingar spilum í eru með tvö stig eftir tvo leiki.
Lokaumferðin fer fram á þriðjudaginn en þá mætir Ísland Króatíu og Norðmenn etja kappi við Hvít-Rússa.
Jafnræði var á með liðunum nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 17-16 fyrir Króata. Undir lokin voru það Norðmenn sem voru sterkari og unnu að lokum þriggja marka þægilegan sigur. Kristian Bjornsen var góður í liði Norðmanna og skoraði sjö mörk. Domangoj Duvnjak skoraði átta fyrir Króata.
Þetta þýðir að ef Hvít-Rússar vinna Norðmenn á þriðjudaginn fer Ísland alltaf áfram í milliriðil þar sem Íslendingar eru með betri árangur innbyrðir við Norðmenn.
Norðmenn leika við Hvít-Rússa á undan leik Íslands og Króatíu og því getur verið kominn ákveðin mynd á stöðuna í riðlinum fyrir þann leik. Frakkar slátruðu Serbum, 36-26, A-riðli og er liðið með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins. Guy Oliver Nyokas var magnaður í liði Frakklands og skoraði átta mörk úr átta skotum.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Handbolti