Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 15. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Valli „Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira
„Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti