Golden Globes 2016: Besta förðunin og hárið Ritstjórn skrifar 11. janúar 2016 15:00 Alicia Vikander Glamour Farðanirnar á Golden Globes áttu það sameiginlegt að vera einfaldar og fallegar. Falleg, ljómandi húð var áberandi og var áherslan annaðhvort lögð á mjúka smokey förðun eða fallegan varalit og fullkomin augnhár. Það var gaman að sjá að kinnaliturinn virðist vera að koma sterkur inn aftur ásamt augnskuggum með metaláferð, aðallega í gylltir og perlulitaðir. Leikkonan Alicia Vikander var með látlausa förðun. Rósableikar varir og falleg augnhár. Á húðina var notað Film Star Bronze and Glow frá Charlotte Tilbury.Julianne MooreJulianne Moore stígur sjaldan, ef ekki aldrei, feilspor í vali á fatnaði og förðun. Húðin var sérstaklega náttúruleg og lýtalaus og voru augun römmuð inn með brons lituðum augnblýant og stökum augnhárum. Klassískt og fallegt.Kate BosworthKate Bosworth skartaði einnig látlausri förðun. Varaliturinn og kinnaliturinn tónuðu fallega saman og pössuðu sérstaklega vel við marglitan kjólinn hennar.Rosie Huntington WhiteleyHár og förðun Rosie Huntington Whiteley var nánast óaðfinnanleg á rauða dreglinum. Fallegir gylltir augnskuggar, rósableikar varir og ljómandi húð tónuðu við kjólinn hennar og hárið passlega liðað.Eva GreenLeikkonan og fyrrum Bond stúlkan Eva Green skartaði skærrauðum varalit sem passaði vel við heildarlúkkið. Eyrnalokkarnir sem hún bar í vinstra eyra rokkuðu upp annars fíngert útlit. Brie LarssonBrie Larsson var í kjól og með förðun í stíl við gyllta hnöttinn sem hún tók heim um kvöldið. Förðun sem er í sama lit og kjóllinn getur auðveldlega klúðrast en Brie Larsson lætur þetta virka.Jenna Dewan-TatumJenna Dewan-Tatum var æðisleg með dökkbláan augnskugga á rauða dreglinum. Við hann var hún með nude varalit og fallega ljómandi húð.Rooney MaraEin af okkar uppáhalds, Rooney Mara var óaðfinnanleg. Augabrúnirnar, augnhárin og þessi dásamlegi berjalitaði varalitur pössuðu sérstaklega vel við kjólinn, sem kom frá Alexander McQueen. Það besta við heildarlúkkið var samt hárið, en það var tekið saman í stóra úfna fléttu.Fléttan á Rooney Mara Glamour Fegurð Golden Globes Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour
Farðanirnar á Golden Globes áttu það sameiginlegt að vera einfaldar og fallegar. Falleg, ljómandi húð var áberandi og var áherslan annaðhvort lögð á mjúka smokey förðun eða fallegan varalit og fullkomin augnhár. Það var gaman að sjá að kinnaliturinn virðist vera að koma sterkur inn aftur ásamt augnskuggum með metaláferð, aðallega í gylltir og perlulitaðir. Leikkonan Alicia Vikander var með látlausa förðun. Rósableikar varir og falleg augnhár. Á húðina var notað Film Star Bronze and Glow frá Charlotte Tilbury.Julianne MooreJulianne Moore stígur sjaldan, ef ekki aldrei, feilspor í vali á fatnaði og förðun. Húðin var sérstaklega náttúruleg og lýtalaus og voru augun römmuð inn með brons lituðum augnblýant og stökum augnhárum. Klassískt og fallegt.Kate BosworthKate Bosworth skartaði einnig látlausri förðun. Varaliturinn og kinnaliturinn tónuðu fallega saman og pössuðu sérstaklega vel við marglitan kjólinn hennar.Rosie Huntington WhiteleyHár og förðun Rosie Huntington Whiteley var nánast óaðfinnanleg á rauða dreglinum. Fallegir gylltir augnskuggar, rósableikar varir og ljómandi húð tónuðu við kjólinn hennar og hárið passlega liðað.Eva GreenLeikkonan og fyrrum Bond stúlkan Eva Green skartaði skærrauðum varalit sem passaði vel við heildarlúkkið. Eyrnalokkarnir sem hún bar í vinstra eyra rokkuðu upp annars fíngert útlit. Brie LarssonBrie Larsson var í kjól og með förðun í stíl við gyllta hnöttinn sem hún tók heim um kvöldið. Förðun sem er í sama lit og kjóllinn getur auðveldlega klúðrast en Brie Larsson lætur þetta virka.Jenna Dewan-TatumJenna Dewan-Tatum var æðisleg með dökkbláan augnskugga á rauða dreglinum. Við hann var hún með nude varalit og fallega ljómandi húð.Rooney MaraEin af okkar uppáhalds, Rooney Mara var óaðfinnanleg. Augabrúnirnar, augnhárin og þessi dásamlegi berjalitaði varalitur pössuðu sérstaklega vel við kjólinn, sem kom frá Alexander McQueen. Það besta við heildarlúkkið var samt hárið, en það var tekið saman í stóra úfna fléttu.Fléttan á Rooney Mara
Glamour Fegurð Golden Globes Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Heiða rokkaði á rauða dreglinum Glamour