Guðmundur: Þetta var óraunverulegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2016 12:15 Guðmundur Guðmundsson spilar um fimmta sætið við Frakkland. vísir/epa Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45
Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54