Sjúkrapróf í janúar, af hverju ekki? Guðbjörg Lára Másdóttir og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 28. janúar 2016 11:12 Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Siggi skráði sig í Háskóla Íslands beint eftir stúdentsprófið. Hann mætir samviskusamlega í tíma, enda ekki langt að fara frá íbúðinni hans á stúdentagörðunum. Fjárhagsstaðan er því miður ekki eins og best verður á kosið og því er Siggi háður námslánum frá LÍN, rétt eins og svo margir aðrir. Siggi hefur gaman af náminu sínu og gengur vel stemmdur inn í fyrstu prófatörnina. Eins og svo oft áður er vetur í desember, bærinn fyllist af snjó og göturnar breytast í óumbeðið skautasvell. Á leið sinni heim frá Þjóðarbókhlöðunni þarf Siggi að þvera Suðurgötuna. Hann lítur til beggja hliða en einhver er að drífa sig aðeins of mikið, nær ekki að bremsa í tæka tíð og síðan er allt svart. Siggi vaknar í sjúkrarúmi á Landspítalanum og er tjáð að hann hafi brotnað á nokkrum stöðum og hlotið þungt höfuðhögg, hugsanlega heilahristing. Nú er útlitið svart. Siggi á að mæta í próf daginn eftir en varla fer hann að taka próf í þessu ástandi, rúmliggjandi maðurinn. Hann neyðist því til að hringja sig inn veikan og fær lækninn sinn til að skrifa upp á vottorð fyrir sig. Um miðjan janúar fær Siggi bréf frá LÍN, hann stóðst ekki námsframvindukröfur sjóðsins og fær námslánin sín því ekki greidd út. Sigga er brugðið, enda eru námslánin grundvöllur þess að hann eigi í sig og á. Daginn eftir berst honum bréf frá Félagsstofnun stúdenta þar sem segir að skv. þeirra gögnum hafi hann ekki skilað þeim 18 einingum á haustönn sem eru forsenda áframhaldandi veru hans á stúdentagörðunum. Ekki hafði hann órað fyrir því að hálkan á Suðurgötunni gæti haft svona afdrifarík áhrif á líf eins háskólastúdents. „Af hverju eru ekki bara sjúkrapróf í janúar“, hugsar Siggi og kveikir á Netflix. Þótt sagan af Sigga sé spunnin úr hugarheimum höfunda byggir hún því miður á raunveruleika of margra stúdenta við Háskóla Íslands. Núverandi fyrirkomulag sjúkra- og endurtökuprófa veldur á ári hverju fjölda stúdenta vandræðum. Því viljum við í Vöku beita okkur fyrir því að þau verði einnig haldin í janúar og koma þannig í veg fyrir að fleiri lendi í sömu aðstæðum og Siggi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar