Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:30 Espen Lie Hansen reynir skot á móti Pólverjum en Norðmenn unnu þar glæsilegan sigur. Vísir/Getty Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46
Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59
Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12
Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30