Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 14:30 Mikkel Hansel, Michael Damgaard og uppfinningamaðurinn Guðmundur Guðmundsson. vísir/epa/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30
Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15