Svíar björguðu stigi átta sekúndum fyrir leikslok Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 21:11 Tibur Dibirov var bestur hjá Rússlandi. vísir/epa Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Rússar og Svíar gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum handboltaleik á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld, en leikurinn fór fram í milliriðli tvö sem spilaður er í Wroclaw. Eins og flestir aðrir leikir á Evrópumótinu var þessi hin besta skemmtun og skildi vart á milli liðanna. Þau skiptust á að skora í fyrri hálfleik og var jafnt í hálfleik, 15-15. Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið tveggja marka forskoti fyrr en Timur Dibirov, hornamaðurinn magnaði sem spilar með Vardar, kom Rússlandi í 28-26 af vítalínunni. Vítið skoraði hann í kjölfar brottvísunar Svíans Johans Jakobssonar, en sú brottvísun fór næstum því með leikinn fyrir Svíana. Matthias Zachrisson skoraði frábært mark með undirhandarskoti í síðustu sókn Svíþjóðar og minnkaði muninn fyrir Svíana einum færri í 28-27. Rússarnir voru samt með leikinn í hendi sér en töpuðu boltanum í lokasókninni. Svíarnir köstuðu honum fram á Johan Johannsson sem bjargaði stigi fyrir Svía með jöfnunarmarki átta sekúndum fyrir leikslok, 28-28. Dibirov var markahæstur Rússanna með sjö mörk úr níu skotum en hjá Svíþjóð var Jakobsson lang bestur með níu mörk úr ellefuskotum. Mattias Andersson varði aðeins sex skot í marki Svíþjóðar og var með 21 prósent hlutfallsmarkvörslu sem þykir saga til næsta bæjar. Í marki Rússa varði Victor Kireev tíu skot og var með 26 prósent hlutfallsmarkvörslu. Rússar eru með þrjú stig í milliriðli tvö í fjórða sæti en Svíar eru sæti neðar með eitt stig.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Talant Dusjebaev fór illa út úr viðureignum sínum á EM gegn íslensku þjálfurunum en Þýskaland rústaði Ungverjalandi í kvöld. 22. janúar 2016 18:51