Formaður HSÍ hefur ekki áhyggjur af meintri hignun handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:45 Guðmundur B. Ólafsson, til vinstri, á blaðamannafundi HSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira