Eigum öll okkar flóð og finnum til með fólki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:45 „Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil, þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Anton Þetta verkefni er búið að taka á en það hefur verið áhugavert, magnað og spennandi – allt í senn. Það hefur verið gefandi líka, við höfum hitt svo margt fólk sem hefur sýnt okkur svo mikið traust,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, annar tveggja höfunda heimildarverksins Flóð sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu og fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995. „Upphaflega kemur hugmyndin að verkinu frá hinum höfundinum, Birni Thors leikara, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Vinir hans frá Flateyri voru með honum í MH á þessum tíma og því fylgdist hann vel með því sem gerðist, eins og reyndar öll þjóðin. Atburðirnir höfðu sterk áhrif á hann og þegar hann var í bíómyndatökum á Flateyri fyrir nokkrum árum rifjuðust þeir upp. Hann las líka minningar Eiríks Finns Greipssonar um flóðið. Þá fór hann að fantasera um að búa til leikverk úr efninu. Það vildi svo til að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hafði fengið sömu hugmynd og þau mættust á miðri leið. Svo var ég fengin í höfundarvinnuna í kjölfarið.“ Hvernig gekk að koma efninu í leikform? „Það er búin að vera talsverð glíma að finna leið til þess. Við byrjuðum á að viða að okkur heimildum og höfum tekið hátt í 30 viðtöl við fólk sem upplifði flóðið – fólk sem missti, fólk sem bjargaðist, hjálparsveitafólk og skipverja sem komu á staðinn. Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil. Þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit. En við völdum úr einhvers konar þráð sem varð að því heimildarverki sem við erum að fara að frumsýna.“ Leikarar í Flóði eru Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Megintexti verksins er byggður á viðtölunum og er í raun beinar tilvitnanir í fólkið sjálft, að sögn Hrafnhildar. „Þetta er ekki túlkun okkar Björns á því sem gerðist heldur vildum við vera heiðarleg gagnvart fólkinu sjálfu og leyfa sögu þess að hljóma,“ tekur hún fram. Óttast hún ekkert að fólk veigri sér við að fara í leikhús? Það verður varla þurrt auga í salnum. „Ef okkur tekst vel til þá á verkið að verða mjög áhrifamikið,“ segir Hrafnhildur. „Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þessum atburðum, muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fréttirnar. En hvort sem svona efni ratar í bíómynd, bók eða á svið hefur það sýnt sig að fólk hefur áhuga á raunsönnum, áhrifamiklum sögum. Við getum líka alltaf lært af þeim. Öll göngum við í gegnum mismikla erfiðleika í lífinu, eigum okkar flóð og finnum til með fólki sem upplifir sára atburði. Enda sýndi þjóðin það og sannaði 1995. Hún stóð vel með Flateyringum og Súðvíkingum sem fengu líka yfir sig snjóflóð sama ár.“ Hrafnhildur getur þess að þau Björn Thors séu einnig að fara af stað með tíu þátta útvarpsseríu, sem byggð sé á snjóflóðunum fyrir vestan. „Við vorum búin að viða að okkur svo miklu efni, sögum sem ekki rata í leikritið en okkur langar að koma áleiðis. Í raun erum við enn að taka viðtöl við fólk.“ Sjálf kveðst Hrafnhildur engan hafa þekkt persónulega sem tengdist flóðunum. „En foreldrar mínir voru Vestfirðingar. Ég var öll sumur sem krakki hjá ömmu minni í Bolungarvík og þekki þá ógn sem stafar af veðrinu, sjónum og öðrum náttúruöflum í litlum sjávarplássum.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta verkefni er búið að taka á en það hefur verið áhugavert, magnað og spennandi – allt í senn. Það hefur verið gefandi líka, við höfum hitt svo margt fólk sem hefur sýnt okkur svo mikið traust,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, annar tveggja höfunda heimildarverksins Flóð sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu og fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995. „Upphaflega kemur hugmyndin að verkinu frá hinum höfundinum, Birni Thors leikara, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Vinir hans frá Flateyri voru með honum í MH á þessum tíma og því fylgdist hann vel með því sem gerðist, eins og reyndar öll þjóðin. Atburðirnir höfðu sterk áhrif á hann og þegar hann var í bíómyndatökum á Flateyri fyrir nokkrum árum rifjuðust þeir upp. Hann las líka minningar Eiríks Finns Greipssonar um flóðið. Þá fór hann að fantasera um að búa til leikverk úr efninu. Það vildi svo til að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hafði fengið sömu hugmynd og þau mættust á miðri leið. Svo var ég fengin í höfundarvinnuna í kjölfarið.“ Hvernig gekk að koma efninu í leikform? „Það er búin að vera talsverð glíma að finna leið til þess. Við byrjuðum á að viða að okkur heimildum og höfum tekið hátt í 30 viðtöl við fólk sem upplifði flóðið – fólk sem missti, fólk sem bjargaðist, hjálparsveitafólk og skipverja sem komu á staðinn. Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil. Þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit. En við völdum úr einhvers konar þráð sem varð að því heimildarverki sem við erum að fara að frumsýna.“ Leikarar í Flóði eru Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Megintexti verksins er byggður á viðtölunum og er í raun beinar tilvitnanir í fólkið sjálft, að sögn Hrafnhildar. „Þetta er ekki túlkun okkar Björns á því sem gerðist heldur vildum við vera heiðarleg gagnvart fólkinu sjálfu og leyfa sögu þess að hljóma,“ tekur hún fram. Óttast hún ekkert að fólk veigri sér við að fara í leikhús? Það verður varla þurrt auga í salnum. „Ef okkur tekst vel til þá á verkið að verða mjög áhrifamikið,“ segir Hrafnhildur. „Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þessum atburðum, muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fréttirnar. En hvort sem svona efni ratar í bíómynd, bók eða á svið hefur það sýnt sig að fólk hefur áhuga á raunsönnum, áhrifamiklum sögum. Við getum líka alltaf lært af þeim. Öll göngum við í gegnum mismikla erfiðleika í lífinu, eigum okkar flóð og finnum til með fólki sem upplifir sára atburði. Enda sýndi þjóðin það og sannaði 1995. Hún stóð vel með Flateyringum og Súðvíkingum sem fengu líka yfir sig snjóflóð sama ár.“ Hrafnhildur getur þess að þau Björn Thors séu einnig að fara af stað með tíu þátta útvarpsseríu, sem byggð sé á snjóflóðunum fyrir vestan. „Við vorum búin að viða að okkur svo miklu efni, sögum sem ekki rata í leikritið en okkur langar að koma áleiðis. Í raun erum við enn að taka viðtöl við fólk.“ Sjálf kveðst Hrafnhildur engan hafa þekkt persónulega sem tengdist flóðunum. „En foreldrar mínir voru Vestfirðingar. Ég var öll sumur sem krakki hjá ömmu minni í Bolungarvík og þekki þá ógn sem stafar af veðrinu, sjónum og öðrum náttúruöflum í litlum sjávarplássum.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp