Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:00 Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27
Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00
Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00