Ást hinsegin fólks og menning og saga svartra í hávegum höfð í hálfleik Super Bowl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 10:10 Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. Tónlistarmennirnir Coldplay, Beyoncé og Bruno Mars komu fram í hálfleiknum þetta árið og var búið að hita ærlega upp fyrir herlegheitin þar sem Coldplay og Beyoncé gáfu út lag saman seint á síðasta ári, A Hymn for the Weekend, auk þess sem sú síðarnefnda gaf óvænt út nýtt lag og myndband á laugardaginn, eða degi fyrir Super Bowl-sýninguna. Coldplay stigu fyrst á svið í öllum regnbogans litum sem flestum virtist vera eðlileg vísun í plötuumslag nýjustu plötu sveitarinnar, A Head Full of Dreams, en fljótlega kom í ljós að með litunum var sveitin að fagna ást hinsegin fólks. Á einum tímapunkti fór söngvarinn Chris Martin til áhorfenda og sveiflaði einn þeirra regnbogafánanum, fána hinsegin fólks yfir höfði hans. Í lok atriðisins mynduðu héldu áhorfendur á leikvanginum síðan upp spjöldum sem mynduðu orðin "Believe in Love" (ísl. „Trúðu á ástina“) í regnbogalitunum. Sýningin í hálfleik fagnaði þó ekki aðeins ást hinsegin fólks heldur var saga og menning svartra í Bandaríkjunum í forgrunni þegar Beyoncé tók nýjasta lag sitt "Formation." Texti lagsins er fullur af vísunum í svarta menningu og sögu en búningar Beyoncé og dansara hennar töluðu einnig sínu máli. Jakki Beyoncé á Super Bowl í gær var ekki ósvipaður þessum sem Michael Jackson klæddist þegar hann kom fram á Super Bowl 1993.vísir/getty Búningur söngkonunnar var þannig vísun í búning Michael Jackson þegar hann kom fram á Super Bowl árið 1993. Dansararnir með Beyoncé voru síðan með svarta alpahúfu sem er vísun í Svörtu hlébarðana, aktívista sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Beyoncé's dancers paying homage to the Black Panthers at the Superbowl wins Black History Month. #SB50 pic.twitter.com/YQT2TDEuk3— OurBKSocial (@OurBKSocial) February 8, 2016 Það má því segja að það hafi verið nóg af pólitík í hálfleik Super Bowl í gær en atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hinsegin NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eins og venjan er biðu áhorfendur spenntir eftir hálfleiknum í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, sem fram fór í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt en jafnan er mikið lagt í tónlistaratriði hálfleiksins. Tónlistarmennirnir Coldplay, Beyoncé og Bruno Mars komu fram í hálfleiknum þetta árið og var búið að hita ærlega upp fyrir herlegheitin þar sem Coldplay og Beyoncé gáfu út lag saman seint á síðasta ári, A Hymn for the Weekend, auk þess sem sú síðarnefnda gaf óvænt út nýtt lag og myndband á laugardaginn, eða degi fyrir Super Bowl-sýninguna. Coldplay stigu fyrst á svið í öllum regnbogans litum sem flestum virtist vera eðlileg vísun í plötuumslag nýjustu plötu sveitarinnar, A Head Full of Dreams, en fljótlega kom í ljós að með litunum var sveitin að fagna ást hinsegin fólks. Á einum tímapunkti fór söngvarinn Chris Martin til áhorfenda og sveiflaði einn þeirra regnbogafánanum, fána hinsegin fólks yfir höfði hans. Í lok atriðisins mynduðu héldu áhorfendur á leikvanginum síðan upp spjöldum sem mynduðu orðin "Believe in Love" (ísl. „Trúðu á ástina“) í regnbogalitunum. Sýningin í hálfleik fagnaði þó ekki aðeins ást hinsegin fólks heldur var saga og menning svartra í Bandaríkjunum í forgrunni þegar Beyoncé tók nýjasta lag sitt "Formation." Texti lagsins er fullur af vísunum í svarta menningu og sögu en búningar Beyoncé og dansara hennar töluðu einnig sínu máli. Jakki Beyoncé á Super Bowl í gær var ekki ósvipaður þessum sem Michael Jackson klæddist þegar hann kom fram á Super Bowl 1993.vísir/getty Búningur söngkonunnar var þannig vísun í búning Michael Jackson þegar hann kom fram á Super Bowl árið 1993. Dansararnir með Beyoncé voru síðan með svarta alpahúfu sem er vísun í Svörtu hlébarðana, aktívista sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Beyoncé's dancers paying homage to the Black Panthers at the Superbowl wins Black History Month. #SB50 pic.twitter.com/YQT2TDEuk3— OurBKSocial (@OurBKSocial) February 8, 2016 Það má því segja að það hafi verið nóg af pólitík í hálfleik Super Bowl í gær en atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hinsegin NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46 Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Heiðraði Michael Jackson í búningavali. 8. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. 8. febrúar 2016 09:46
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28