Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti Una Sighvatsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 18:40 Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00