Forkosningar Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefjast í Iowa-ríki í dag. Framundan er langt og strangt kapphlaup frambjóðenda, en í júlí verður endanlega orðið ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Barack Obama í stóli forseta. Svo kann að virðast sem kosningabaráttan hafi nú þegar staðið lengi og það er raunar alveg rétt. Flestir frambjóðendur tilkynntu um framboð sitt til forseta þegar síðasta vor eða í byrjun sumars. Þegar auðjöfurinn Donald Trump tilkynnti svo að hann byði sig fram til að verða frambjóðandi Repúblikana sneri hann í raun öllu á haus innan flokksins, enda þykir hann í meira lagi óvenjulegur frambjóðandi. Flestir aðrir frambjóðendur Repúblikana hafa vart borið barr sitt síðan og hefur Trump mælst með mest fylgi meðal stuðningsmanna flokksins síðustu mánuði.Hillary Clinton þykir líklegust til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins.Vísir/EPATveggja flokka kerfiBandaríkin er með svokallað tveggja flokka kerfi sem þýðir að einungis frambjóðendur stóru flokkanna tveggja eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Repúblikanaflokkurinn er meira til hægri á hægri-vinstri-ás stjórnmálanna og Demókratar meira til vinstri. Báðir flokkanna myndu þó flokkast sem hægriflokkar, séu þeir bornir saman við evrópska flokka. Seinna kjörtímabil Demókratans Barack Obama er á enda þann 20. janúar 2017, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að sami maður geti einungis setið tvö kjörtímabil. Sænska blaðið Expressen hefur tekið saman yfirlit um kosningabaráttuna sem framundan er og kemur þar fram að sögulega séð eigi Repúblikanaflokkurinn meiri möguleika á að vinna kosningarnar, enda óvenjulegt að sami flokkur sé við stjórn þrjú kjörtímabil í röð.Repúblikanarnir Marco Rubio, Jeb Bush og John Kasich.Vísir/EPAFrambjóðendur RepúblikanaTíu Repúblikanar eru enn með í kapphlaupinu en nokkrir hafa dregið framboð sín til baka. Baráttan hefur að mörgu leyti verið óvenjuleg þar sem frambjóðendur hafa verið sérstaklega margir og aðili með takmörkuð tengsl við flokkinn, Donald Trump, hefur að stærstum hluta stjórnað umræðunni. Frambjóðendur Repúblikana eru:Donald Trump, fasteignamógúll og sjónvarpsmaðurTed Cruz, öldungadeildarþingmaður TexasMarco Rubio, öldungadeildarþingmaður FlórídaBen Carson, taugaskurðlæknirChris Christie, ríkisstjóri New JerseyJeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri FlórídaJohn Kasich, ríkisstjóri í OhioCarly Fiorina, fyrrverandi forstjóri Hewlett-PackardRand Paul, öldungadeildarþingmaður KentuckyMike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri ArkansasRick Santorum, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Trump og Cruz nái mest til íhaldssamra kjósenda flokksins, en þeir Rubio, Christie, Bush og Kasich vonast til að ná til kjósenda á miðjunni. Trump hefur að undanförnu mælst með um 40 prósent fylgi, Cruz með um 20 prósent, en aðrir með minna en tíu prósent. Þegar líða hefur tekið á kosningabaráttuna hjá stóru flokkunum, standa vanalega tveir frambjóðendur eftir og aðrir sem hafa ekki náð árangri í fyrstu forkosningunum draga sig í hlé og lýsa jafnan yfir stuðningi við annan frambjóðanda.Demókratarnir Bernie Sanders, Hillary Clinton og Martin O'Malley.Vísir/EPAFrambjóðendur DemókrataHópur þeirra sem hafa boðið sig fram til að verða frambjóðandi Demókrata er mun fámennari en hópur Repúblikana. Helsta ástæða þessa er talin vera að fyrrverandi utanríkisráðherrann Hillary Clinton hefur allt frá því að hún tilkynnti um framboð sitt verið talin langlíklegust til að hljóta tilnefningu flokksins. Frambjóðendur voru í upphafi fimm, en tveir þeirra drógu sig í hlé strax eftir fyrstu kappræðurnar. Þeir sem eftir standa eru:Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, öldungadeildarþingmaður og utanríkisráðherraBernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá VermontMartin O'Malley, fyrrverandi ríkisstjóri í Maryland Kapphlaupið stendur í raun á milli Clinton og Sanders. Clinton mældist í upphafi með mikið forskot á aðra keppinauta, en þau Clinton og Sanders mælast nú víða hnífjöfn í skoðanakönnunum.Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump.Vísir/EPASjónvarpskappræðurnarÁhorf á sjónvarpskappræður frambjóðenda Repúblikana hefur mælst sérstaklega mikið að þessu sinni og er það nær eingöngu rakið til hins litríka Trump. Frambjóðendur hafa att kappi í sjö skipti, en Trump neitaði að taka þátt í þeim síðustu vegna deilu sinnar við Megyn Kelly, fréttamann Fox sjónvarpsstöðvarinnar. Demókratar hafa haldið fernar kappræður og hefur áhorf þar mælst minna en á kappræður Repúblikana.Forkosningar í Iowa 1. febrúarFyrstu forkosningar flokkanna hafa verið haldnar í Iowa-ríki allt frá árinu 1972. Forvalið í Iowa fer þannig fram að skipulagðir eru sérstakir kosningafundir (e. caucuses) í um hundrað sýslum þar sem kjósendur safnast saman, til dæmis í skóla eða félagsheimili, til að ræða og velja sér frambjóðenda. Í yfirliti Expressen kemur fram að kjósendur í Iowa séu almennt íhaldssamari en meðal Bandaríkjamaðurinn, auk þess að hvítir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega fleiri en í mörgum öðrum ríkjum. Þó að sigur í Iowa tryggi á engan hátt tilnefningu þá gefa úrslitin þar tóninn fyrir baráttuna framundan. Þannig vann Repúblikaninn Rick Santorum sigur árið 2012 og varð lengi helsti keppinautur Mitt Romney um tilnefningu Repúblikanaflokksins. Baráttan í Iowa virðist standa milli Trump og Cruz annars vegar og Clinton og Sanders hins vegar.Bernie Sanders hefur lýst sjálfum sér sem „sósíalista“.Vísir/EPAForkosningar í New Hampshire 9. febrúarFyrstu eiginlegu forkosningarnar fara svo fram í New Hamphire þann 9. febrúar. Þetta er forvalið sem allir frambjóðendur vilja vinna. Þannig hafa Repúblikanarnir Jeb Bush og Chris Christie varið mun meiri tíma og fjármunum hér, samanborið við í Iowa. Þeir sem hafa betur í New Hampshire eru jafnan þeir sem hljóta að lokum tilnefningu síns flokks. Slíkt er þó á engan hátt algilt. Þannig vann Hillary Clinton sigur í New Hampshire í forvali Demókrata árið 2008, en Obama hlaut að lokum tilnefningu Demókrataflokksins. Trump hefur mælst með mest fylgi á meðal Repúblikana og er ljóst að ef hann hefur sigur bæði í Iowa og New Hampshire verður erfitt fyrir aðra frambjóðendur að stöðva hann. Sanders mælist með mest fylgi meðal Demókrata. Hafi hann betur bæði í Iowa og New Hampshire myndi það auka verulega þrýsting á Clinton. Kjósendur í New Hampshire hafa þó oft áður ekki kosið á sama hátt og samflokksmenn þeirra í Iowa.Ted Cruz virðist ætla að verða helsti keppinautur Donalds Trump.Vísir/EPAForkosningarnar í Suður-Karólínu 20. og 27. febrúarSuður-Karólína hefur jafnan verið fyrsta ríkið í suðrinu til að halda forkosningar. Repúblikanar halda forval sitt þann 20. febrúar, en Demókratar viku síðar. Hafi einhver haft sigur bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hefur sá hinn sami jafnan átt tilnefningu síns flokks vísa. Þó er ólíklegt að sú verði raunin í ár. Sanders hefur lagt mesta áherslu á sigur í Iowa og New Hampshire, en ætli hann sér raunverulegan sigur í baráttunni við Clinton verður hann að geta sýnt fram á að hann geti einnig unnið sigur í suðrinu. Clinton mælist með öruggt forskot í ríkinu, meðal annars þar sem hún nýtur mikils stuðnings meðal svartra.Repúblikanarnir Rand Paul, Chris Christie, Ben Carson, Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush og John Kasich búa sig undir kappræður.Vísir/EPAOfurþriðjudagurinn 1. marsForkosningar munu fara fram í tólf ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða 1. mars, þar á meðal í hinu fjölmenna Texasríki. Að þessu sinni eru mörg af ríkjunum í suðurhluta landsins, sem ætti hagnast þeim Trump og Cruz Repúblikanamegin. Clinton er í betri stöðu en Sanders í ríkjunum sem um ræðir þar sem hún nýtur meiri stuðnings en Sanders á meðal minnihlutahópa. Kapphlaupinu um tilnefningu flokkanna er oft svo gott sem lokið eftir Ofurþriðjudaginn, en ekki er hægt að útiloka að baráttan muni standa langt fram á vor að þessu sinni.KjörmennirnirFrambjóðendurnir eru í raun að kljást um svokallaða kjörmenn. Hvert ríki er með ákveðið magn kjörmanna og byggir fjöldinn á íbúafjölda. Áður fyrr var algengt að sigurvegari ynni sér inn alla kjörmenn þess ríkis (e. winner takes all), en nú er kjörmönnum jafnan skipt hlutfallslega milli frambjóðenda eftir atkvæðafjölda. Breytingin hefur haft í för með sér að kosningabaráttan er orðin lengri. Frambjóðandi Demókrata verður að tryggja sér atkvæði 2.383 kjörmanna til að hljóta tilnefningu, en frambjóðandi Repúblikana 1.237. Síðustu forkosningar flokkanna verða haldnar þann 14. júní.Nýr forseti mun flytja inn í Hvíta húsið í Washington þann 20. janúar 2017.Vísir/EPAFlokksþingin í júlíFlokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Á þessum tímapunkti er einnig ljóst hver verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi Repúblikana árið 1976. Flokksþing Repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing Demókrata í Philadelphia í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí.Forsetakosningar 8. nóvemberBandarískar forsetakosningar eru haldnar fjórða hvert ár, fyrsta þriðjudaginn eftir fyrsta mánudaginn í nóvember. Að þessu sinni eru kosningar því haldnar þann 8. nóvember. Sigurvegarinn er sá sem tryggir sér meirihluta kjörmanna ríkjanna allra. Kjörmenn eru samtals 538 og er þeim skipt hlutfallslega milli ríkjanna eftir íbúafjölda. Þannig fær fjölmennasta ríkið, Kalifornía, 55 kjörmenn, en hið dreifbýla Montana einungis þrjá. Sigurvegari í hverju ríki fyrir sig hlýtur alla þá kjörmenn sem í boði eru. Þannig þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. Nýr forseti tekur svo formlega við embætti af Obama þann 20. janúar 2017.Dagskrá forkosninga Repúblikanaflokksins og DemókrataflokksinsDagurRíkiRepúblikanar(kjörmenn)Demókratar(kjörmenn)1. febIowaX (30)X (52)9. feb New HampshireX (23)X (32)20. feb Nevada Suður-Karólína X (50)X (43)23. febNevadaX (30) 27. feb Suður-Karólína X (59)1. marsAlabama Alaska Bandaríska Samóa Arkansas Colorado Georgía Massachusetts Minnesota Oklahoma Tennessee Texas Vermont VirginiaX (50) X (28) X (9) X (40) X (37) X (76) X (42) X (38) X (43) X (58) X (155) X (16) X (49)X (60) X (10) X (37) X (79) X (116) X (116) X (93) X (42) X (76) X (252) X (26) X (110)5. marsKansas Kentucky Louisiana Maine NebraskaX (40) X (46) X (46) X (23)X (37) X (58) X (30)6. marsMaine Puerto Rico X (23)X (30) 8. marsHawaii Idaho Michigan MississippiX (19) X (32) X (59) X (40) X (147) X (41)12. marsDistrict of Columbia Norður-MarianaeyjarX (19) X (11)15. marsFlorida Illinois Missouri Norður-Marianaeyjar Norður-Karólína OhioX (99) X (69) X (52) X (9) X (72) X (66)X (246) X (182) X (84) X (121) X (159)19. marsJómfrúreyjarX (9) 22. marsArizona Idaho UtahX (58) X (40)X (85) X (27) X (37)26. marsAlaska Hawaii Washington X (20) X (34) X (118)5. aprílWisconsinX (42)X (96)9. aprílWyomingX (29)X (18)19. aprílNew YorkX (95)X (291)26. aprílConnecticut Delaware Maryland Pennsylvania Rhode IslandX (28) X (16) X (38) X (71) X (19)X (70) X (31) X (118) X (210) X (33)3. maíIndianaX (57)X (92)7. maíGuamX (9)X (12)10. maíNebraska Vestur-VirginíaX (36) X (34) X (37)17. maíKentucky Oregon X (28)X (61) X (74)24. maíWashingtonX (44) 4. júníJómfrúreyjar X (12)5. júníPuerto Rico X (67) 7. júníKalifornía Montana New Jersey New Mexico Norður-Dakóta Suður-DakótaX (172) X (27) X (51) X (24) X (28) X (29)X (546) X (27) X (142) X (43) X (23) X (25)14. júníDistrict of Columbia X (45) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Forkosningar Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefjast í Iowa-ríki í dag. Framundan er langt og strangt kapphlaup frambjóðenda, en í júlí verður endanlega orðið ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Barack Obama í stóli forseta. Svo kann að virðast sem kosningabaráttan hafi nú þegar staðið lengi og það er raunar alveg rétt. Flestir frambjóðendur tilkynntu um framboð sitt til forseta þegar síðasta vor eða í byrjun sumars. Þegar auðjöfurinn Donald Trump tilkynnti svo að hann byði sig fram til að verða frambjóðandi Repúblikana sneri hann í raun öllu á haus innan flokksins, enda þykir hann í meira lagi óvenjulegur frambjóðandi. Flestir aðrir frambjóðendur Repúblikana hafa vart borið barr sitt síðan og hefur Trump mælst með mest fylgi meðal stuðningsmanna flokksins síðustu mánuði.Hillary Clinton þykir líklegust til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins.Vísir/EPATveggja flokka kerfiBandaríkin er með svokallað tveggja flokka kerfi sem þýðir að einungis frambjóðendur stóru flokkanna tveggja eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Repúblikanaflokkurinn er meira til hægri á hægri-vinstri-ás stjórnmálanna og Demókratar meira til vinstri. Báðir flokkanna myndu þó flokkast sem hægriflokkar, séu þeir bornir saman við evrópska flokka. Seinna kjörtímabil Demókratans Barack Obama er á enda þann 20. janúar 2017, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að sami maður geti einungis setið tvö kjörtímabil. Sænska blaðið Expressen hefur tekið saman yfirlit um kosningabaráttuna sem framundan er og kemur þar fram að sögulega séð eigi Repúblikanaflokkurinn meiri möguleika á að vinna kosningarnar, enda óvenjulegt að sami flokkur sé við stjórn þrjú kjörtímabil í röð.Repúblikanarnir Marco Rubio, Jeb Bush og John Kasich.Vísir/EPAFrambjóðendur RepúblikanaTíu Repúblikanar eru enn með í kapphlaupinu en nokkrir hafa dregið framboð sín til baka. Baráttan hefur að mörgu leyti verið óvenjuleg þar sem frambjóðendur hafa verið sérstaklega margir og aðili með takmörkuð tengsl við flokkinn, Donald Trump, hefur að stærstum hluta stjórnað umræðunni. Frambjóðendur Repúblikana eru:Donald Trump, fasteignamógúll og sjónvarpsmaðurTed Cruz, öldungadeildarþingmaður TexasMarco Rubio, öldungadeildarþingmaður FlórídaBen Carson, taugaskurðlæknirChris Christie, ríkisstjóri New JerseyJeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri FlórídaJohn Kasich, ríkisstjóri í OhioCarly Fiorina, fyrrverandi forstjóri Hewlett-PackardRand Paul, öldungadeildarþingmaður KentuckyMike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri ArkansasRick Santorum, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu. Skoðanakannanir benda til þess að þeir Trump og Cruz nái mest til íhaldssamra kjósenda flokksins, en þeir Rubio, Christie, Bush og Kasich vonast til að ná til kjósenda á miðjunni. Trump hefur að undanförnu mælst með um 40 prósent fylgi, Cruz með um 20 prósent, en aðrir með minna en tíu prósent. Þegar líða hefur tekið á kosningabaráttuna hjá stóru flokkunum, standa vanalega tveir frambjóðendur eftir og aðrir sem hafa ekki náð árangri í fyrstu forkosningunum draga sig í hlé og lýsa jafnan yfir stuðningi við annan frambjóðanda.Demókratarnir Bernie Sanders, Hillary Clinton og Martin O'Malley.Vísir/EPAFrambjóðendur DemókrataHópur þeirra sem hafa boðið sig fram til að verða frambjóðandi Demókrata er mun fámennari en hópur Repúblikana. Helsta ástæða þessa er talin vera að fyrrverandi utanríkisráðherrann Hillary Clinton hefur allt frá því að hún tilkynnti um framboð sitt verið talin langlíklegust til að hljóta tilnefningu flokksins. Frambjóðendur voru í upphafi fimm, en tveir þeirra drógu sig í hlé strax eftir fyrstu kappræðurnar. Þeir sem eftir standa eru:Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, öldungadeildarþingmaður og utanríkisráðherraBernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá VermontMartin O'Malley, fyrrverandi ríkisstjóri í Maryland Kapphlaupið stendur í raun á milli Clinton og Sanders. Clinton mældist í upphafi með mikið forskot á aðra keppinauta, en þau Clinton og Sanders mælast nú víða hnífjöfn í skoðanakönnunum.Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump.Vísir/EPASjónvarpskappræðurnarÁhorf á sjónvarpskappræður frambjóðenda Repúblikana hefur mælst sérstaklega mikið að þessu sinni og er það nær eingöngu rakið til hins litríka Trump. Frambjóðendur hafa att kappi í sjö skipti, en Trump neitaði að taka þátt í þeim síðustu vegna deilu sinnar við Megyn Kelly, fréttamann Fox sjónvarpsstöðvarinnar. Demókratar hafa haldið fernar kappræður og hefur áhorf þar mælst minna en á kappræður Repúblikana.Forkosningar í Iowa 1. febrúarFyrstu forkosningar flokkanna hafa verið haldnar í Iowa-ríki allt frá árinu 1972. Forvalið í Iowa fer þannig fram að skipulagðir eru sérstakir kosningafundir (e. caucuses) í um hundrað sýslum þar sem kjósendur safnast saman, til dæmis í skóla eða félagsheimili, til að ræða og velja sér frambjóðenda. Í yfirliti Expressen kemur fram að kjósendur í Iowa séu almennt íhaldssamari en meðal Bandaríkjamaðurinn, auk þess að hvítir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega fleiri en í mörgum öðrum ríkjum. Þó að sigur í Iowa tryggi á engan hátt tilnefningu þá gefa úrslitin þar tóninn fyrir baráttuna framundan. Þannig vann Repúblikaninn Rick Santorum sigur árið 2012 og varð lengi helsti keppinautur Mitt Romney um tilnefningu Repúblikanaflokksins. Baráttan í Iowa virðist standa milli Trump og Cruz annars vegar og Clinton og Sanders hins vegar.Bernie Sanders hefur lýst sjálfum sér sem „sósíalista“.Vísir/EPAForkosningar í New Hampshire 9. febrúarFyrstu eiginlegu forkosningarnar fara svo fram í New Hamphire þann 9. febrúar. Þetta er forvalið sem allir frambjóðendur vilja vinna. Þannig hafa Repúblikanarnir Jeb Bush og Chris Christie varið mun meiri tíma og fjármunum hér, samanborið við í Iowa. Þeir sem hafa betur í New Hampshire eru jafnan þeir sem hljóta að lokum tilnefningu síns flokks. Slíkt er þó á engan hátt algilt. Þannig vann Hillary Clinton sigur í New Hampshire í forvali Demókrata árið 2008, en Obama hlaut að lokum tilnefningu Demókrataflokksins. Trump hefur mælst með mest fylgi á meðal Repúblikana og er ljóst að ef hann hefur sigur bæði í Iowa og New Hampshire verður erfitt fyrir aðra frambjóðendur að stöðva hann. Sanders mælist með mest fylgi meðal Demókrata. Hafi hann betur bæði í Iowa og New Hampshire myndi það auka verulega þrýsting á Clinton. Kjósendur í New Hampshire hafa þó oft áður ekki kosið á sama hátt og samflokksmenn þeirra í Iowa.Ted Cruz virðist ætla að verða helsti keppinautur Donalds Trump.Vísir/EPAForkosningarnar í Suður-Karólínu 20. og 27. febrúarSuður-Karólína hefur jafnan verið fyrsta ríkið í suðrinu til að halda forkosningar. Repúblikanar halda forval sitt þann 20. febrúar, en Demókratar viku síðar. Hafi einhver haft sigur bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hefur sá hinn sami jafnan átt tilnefningu síns flokks vísa. Þó er ólíklegt að sú verði raunin í ár. Sanders hefur lagt mesta áherslu á sigur í Iowa og New Hampshire, en ætli hann sér raunverulegan sigur í baráttunni við Clinton verður hann að geta sýnt fram á að hann geti einnig unnið sigur í suðrinu. Clinton mælist með öruggt forskot í ríkinu, meðal annars þar sem hún nýtur mikils stuðnings meðal svartra.Repúblikanarnir Rand Paul, Chris Christie, Ben Carson, Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush og John Kasich búa sig undir kappræður.Vísir/EPAOfurþriðjudagurinn 1. marsForkosningar munu fara fram í tólf ríkjum á Ofurþriðjudeginum svokallaða 1. mars, þar á meðal í hinu fjölmenna Texasríki. Að þessu sinni eru mörg af ríkjunum í suðurhluta landsins, sem ætti hagnast þeim Trump og Cruz Repúblikanamegin. Clinton er í betri stöðu en Sanders í ríkjunum sem um ræðir þar sem hún nýtur meiri stuðnings en Sanders á meðal minnihlutahópa. Kapphlaupinu um tilnefningu flokkanna er oft svo gott sem lokið eftir Ofurþriðjudaginn, en ekki er hægt að útiloka að baráttan muni standa langt fram á vor að þessu sinni.KjörmennirnirFrambjóðendurnir eru í raun að kljást um svokallaða kjörmenn. Hvert ríki er með ákveðið magn kjörmanna og byggir fjöldinn á íbúafjölda. Áður fyrr var algengt að sigurvegari ynni sér inn alla kjörmenn þess ríkis (e. winner takes all), en nú er kjörmönnum jafnan skipt hlutfallslega milli frambjóðenda eftir atkvæðafjölda. Breytingin hefur haft í för með sér að kosningabaráttan er orðin lengri. Frambjóðandi Demókrata verður að tryggja sér atkvæði 2.383 kjörmanna til að hljóta tilnefningu, en frambjóðandi Repúblikana 1.237. Síðustu forkosningar flokkanna verða haldnar þann 14. júní.Nýr forseti mun flytja inn í Hvíta húsið í Washington þann 20. janúar 2017.Vísir/EPAFlokksþingin í júlíFlokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Á þessum tímapunkti er einnig ljóst hver verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi Repúblikana árið 1976. Flokksþing Repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing Demókrata í Philadelphia í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí.Forsetakosningar 8. nóvemberBandarískar forsetakosningar eru haldnar fjórða hvert ár, fyrsta þriðjudaginn eftir fyrsta mánudaginn í nóvember. Að þessu sinni eru kosningar því haldnar þann 8. nóvember. Sigurvegarinn er sá sem tryggir sér meirihluta kjörmanna ríkjanna allra. Kjörmenn eru samtals 538 og er þeim skipt hlutfallslega milli ríkjanna eftir íbúafjölda. Þannig fær fjölmennasta ríkið, Kalifornía, 55 kjörmenn, en hið dreifbýla Montana einungis þrjá. Sigurvegari í hverju ríki fyrir sig hlýtur alla þá kjörmenn sem í boði eru. Þannig þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 270 kjörmenn til að sigra. Nýr forseti tekur svo formlega við embætti af Obama þann 20. janúar 2017.Dagskrá forkosninga Repúblikanaflokksins og DemókrataflokksinsDagurRíkiRepúblikanar(kjörmenn)Demókratar(kjörmenn)1. febIowaX (30)X (52)9. feb New HampshireX (23)X (32)20. feb Nevada Suður-Karólína X (50)X (43)23. febNevadaX (30) 27. feb Suður-Karólína X (59)1. marsAlabama Alaska Bandaríska Samóa Arkansas Colorado Georgía Massachusetts Minnesota Oklahoma Tennessee Texas Vermont VirginiaX (50) X (28) X (9) X (40) X (37) X (76) X (42) X (38) X (43) X (58) X (155) X (16) X (49)X (60) X (10) X (37) X (79) X (116) X (116) X (93) X (42) X (76) X (252) X (26) X (110)5. marsKansas Kentucky Louisiana Maine NebraskaX (40) X (46) X (46) X (23)X (37) X (58) X (30)6. marsMaine Puerto Rico X (23)X (30) 8. marsHawaii Idaho Michigan MississippiX (19) X (32) X (59) X (40) X (147) X (41)12. marsDistrict of Columbia Norður-MarianaeyjarX (19) X (11)15. marsFlorida Illinois Missouri Norður-Marianaeyjar Norður-Karólína OhioX (99) X (69) X (52) X (9) X (72) X (66)X (246) X (182) X (84) X (121) X (159)19. marsJómfrúreyjarX (9) 22. marsArizona Idaho UtahX (58) X (40)X (85) X (27) X (37)26. marsAlaska Hawaii Washington X (20) X (34) X (118)5. aprílWisconsinX (42)X (96)9. aprílWyomingX (29)X (18)19. aprílNew YorkX (95)X (291)26. aprílConnecticut Delaware Maryland Pennsylvania Rhode IslandX (28) X (16) X (38) X (71) X (19)X (70) X (31) X (118) X (210) X (33)3. maíIndianaX (57)X (92)7. maíGuamX (9)X (12)10. maíNebraska Vestur-VirginíaX (36) X (34) X (37)17. maíKentucky Oregon X (28)X (61) X (74)24. maíWashingtonX (44) 4. júníJómfrúreyjar X (12)5. júníPuerto Rico X (67) 7. júníKalifornía Montana New Jersey New Mexico Norður-Dakóta Suður-DakótaX (172) X (27) X (51) X (24) X (28) X (29)X (546) X (27) X (142) X (43) X (23) X (25)14. júníDistrict of Columbia X (45)
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent