„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:51 Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér. Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02