Skýra stefnu um sölu banka Birgir Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Ármannsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun