Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 13:20 Auglýsingin sem málið snýst um. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira