Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 11:30 Stilla úr myndbandinu frá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Vísir/YouTube Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira