Rafmagnsbílar jafn ódýrir árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 10:52 Mengun af völdum bíla mun minnka hröðum skrefum á næstu áratugum. Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent
Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent