Innlent

Fjórir hand­teknir í tengslum við þjófnað af ferða­mönnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrar tilkynningar bárust í gærkvöldi og nótt vegna hávaða í heimahúsum.
Nokkrar tilkynningar bárust í gærkvöldi og nótt vegna hávaða í heimahúsum. Vísir/Vilhelm

Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í gærkvöldi eða nótt, þar sem tveir menn réðust á mann sem var í göngutúr. Hótuðu þeir manninum með vopnum en létu sig svo hverfa.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot inn á herbergi ferðamanna, þar sem vegabréfum, reiðufé og öðrum eigum var stolið. Fjórir voru handteknir skömmu síðar og gista nú fangageymslur.

Nokkrar tilkynningar bárust um þjófnaði í verslunum en þau mál voru leyst á vettvangi. Þá var tilkynnt um mann að brjótast inn í bifreiðar. Sá reyndi að komast undan en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum.

Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar voru lögreglumenn á ferli víða í borginni að sinna samfélagslöggæslu og brugðust meðal annars við tilkynningum frá ungmennum og foreldrum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×