Range Rover mest stolið sökum lyklalauss aðgengis og fjarræsingar Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 09:58 Range Rover bílar eru vinsælir meðal bílþjófa. Af tíu mest stolnu bílgerðum í Bretlandi í fyrra sem skiluðu sér aftur til eigenda sinna af tilstuðlan lögreglu þar eru þrjár gerðir Range Rover bíla og ein þeirra trónir efst á listanum. Helsta ástæða þessa er að þeir eru búnir lyklalausu aðgengi og fjarræsingu sem tæknivæddir þjófar eiga auðvelt með að brjótast inní. Mikill fengur er fyrir þjófana að komast yfir svo dýra bíla á auðveldan hátt en þeir kosta frá 11 til 15 milljóna króna í Bretlandi. Í öðru sæti á listanum yfir mest stolnu bílana er BMW X5 en sá bíll var sá mest stolni árið áður og reyndar síðustu 6 árin á undan. Þar fer einnig dýr bíll en hann kostar frá 8 til 12 milljónir króna. Aðrir BMW bílar, þ.e. BMW 3 og BMW 5 eru vinsælir á meðal bílþjófa en þeir eru í fimmta og sjöunda sæti á listanum. Mercedes Benz C220 og C63 eru í fjórða og sjötta sæti á listanum og Audi RS4 og Audi Q7 í sætum átta og tíu. Allt eru þetta dýrir lúxusbílar, flestir fjórhjóladrifnir, og líklega eðlilegt að nytjaþjófnuðum sé beint að slíkum bílum. Aukning í stolnum bílum í Bretlandi í fyrra var 12% svo að bílaframleiðendum hefur greinilega ekki tekist að gera bíla sína öruggari þrátt fyrir síaukna tækni í þeim. Heildarvirði stolinna bíla í Bretlandi í fyrra sem voru endurheimtir af eigendum sínum nam 1,64 milljarði króna og munar um minna. Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári 65 bílþjófa sem nú sitja flestir inni. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent
Af tíu mest stolnu bílgerðum í Bretlandi í fyrra sem skiluðu sér aftur til eigenda sinna af tilstuðlan lögreglu þar eru þrjár gerðir Range Rover bíla og ein þeirra trónir efst á listanum. Helsta ástæða þessa er að þeir eru búnir lyklalausu aðgengi og fjarræsingu sem tæknivæddir þjófar eiga auðvelt með að brjótast inní. Mikill fengur er fyrir þjófana að komast yfir svo dýra bíla á auðveldan hátt en þeir kosta frá 11 til 15 milljóna króna í Bretlandi. Í öðru sæti á listanum yfir mest stolnu bílana er BMW X5 en sá bíll var sá mest stolni árið áður og reyndar síðustu 6 árin á undan. Þar fer einnig dýr bíll en hann kostar frá 8 til 12 milljónir króna. Aðrir BMW bílar, þ.e. BMW 3 og BMW 5 eru vinsælir á meðal bílþjófa en þeir eru í fimmta og sjöunda sæti á listanum. Mercedes Benz C220 og C63 eru í fjórða og sjötta sæti á listanum og Audi RS4 og Audi Q7 í sætum átta og tíu. Allt eru þetta dýrir lúxusbílar, flestir fjórhjóladrifnir, og líklega eðlilegt að nytjaþjófnuðum sé beint að slíkum bílum. Aukning í stolnum bílum í Bretlandi í fyrra var 12% svo að bílaframleiðendum hefur greinilega ekki tekist að gera bíla sína öruggari þrátt fyrir síaukna tækni í þeim. Heildarvirði stolinna bíla í Bretlandi í fyrra sem voru endurheimtir af eigendum sínum nam 1,64 milljarði króna og munar um minna. Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári 65 bílþjófa sem nú sitja flestir inni.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent