Innlent

Stærsta kristal-am­feta­mín­mál sögunnar komið til sak­sóknara

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Ragnar Kristinsson er meðal þeirra sem handteknir voru vegna málsins.
Sigurður Ragnar Kristinsson er meðal þeirra sem handteknir voru vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristal-metamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að að um sé að ræða stærstu haldslagningu á kristal-metamfetamíni í einu máli hérlendis. Ráðist hafi verið í viðamiklar aðgerðir þegar málið kom upp og alls átta handteknir í þeim. Vísir greindi frá því í lok október að Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, hafi verið meðal hinn handteknu.

Í tilkynningu lögreglu segir að fjórir hinna handteknu hafi setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok október. Rannsókn málsins hafi verið mjög umfangsmikil, en það sé nú komið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×