Búvörusamningurinn verðtryggður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 13:35 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við. Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við.
Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira