Range Rover Holland & Holland Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 13:04 Range Rover Holland & Holland. Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent
Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent